4.1.2008 | 12:03
Mín ljúfasta jólaminning
Mín ljúfasta jólaminning er líklega hvernig öll fjölskyldan lá í leti á jóladag. Við vöknuðum seint og fengum okkur tartalettur í morgunmat. Síðan spiluðum við ýmis spil sem við fengum í jólagjöf daginn áður. Aðfangadagur var einnig mjög góður. Í matin voru tartalettur í forrétt og svo í aðalrétt var hreindýr sem var allveg svakalega gott. Í eftirrétt var svo möndluís. Það var reyndar dálítill galli að ég borðaði svo mikið að ég var með magaverk til kl.1. Eftir það voru pakkarnir opnaðir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.